Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ederson með risasamning á borðinu
Ederson.
Ederson.
Mynd: EPA
Al-Nassr í Sádi-Arabíu er sagt hafa gert Ederson, markverði Englandsmeistara Manchester City, stórt tilboð.

Frá þessu segir fjölmiðlamaðurinn César Luis Merlo.

Al-Nassr, þar sem Cristiano Ronaldo spilar, á að hafa boðið Ederson, sem er þrítugur að aldri, tveggja ára samning að andvirði 60 milljón evra.

Ef Ederson samþykkir tilboðið, þá ætlar Al-Nassr að ræða við Man City um kaupverð. Talið er að City sé mögulega tilbúið að selja hann fyrir um 40 milljónir evra.

Al-Nassr vill skipta út markverðinum sínum, David Ospina, og lítur á Ederson sem fullkomnan kandídat. Ederson hefur verið aðalmarkvörður Man City frá því hann kom til félagsins frá Benfica árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner