Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar hjá Elfsborg út tímabilið (Staðfest)
Andri Fannar var með A-landsliðinu í janúar.
Andri Fannar var með A-landsliðinu í janúar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Expressen í Svíþjóð fjallar um það í dag að Elfsborg og Bologna hafi náð samkomulagi um það að Andri Fannar Baldursson verði áfram á láni hjá sænska félaginu og klári því tímabilið í Svíþjóð. Fótbolti.net hefur fengið tíðindin staðfest, Andri verður hjá Elfsborg út árið.

Það hefur verð talsverð óvissa í kringum framtíð Andra Fannars að undanförnu en samkomulag virðist í höfn. Nýr lánssamningur er sagður gilda út tímabilið 2024 í Allsvenskan.

Andri kom til Eflsborg í ágúst í fyrra og þá var gerður samningur út júní á þessu ári.

Samkvæmt Expressen vildi Bologna upphaflega ekki að Andri yrði áfram í Svíþjóð en eftir langar viðræður þá náðist samkomulag.

Elfsborg endaði í 2. sæti sænsku deildarinnar í fyrra en liðið situr núna í 9. sæti með 16 stig eftir 13 leiki. Eggert Aron Guðmundsson er sömuleiðis leikmaður Elfsborg.

Andri er 22 ára miðjumaður sem á að baki 10 A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner