Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Uppgjafartónn í Arnari Sveini: Hvorugt í gangi
Arnar Sveinn er forseti leikmannasamtakanna.
Arnar Sveinn er forseti leikmannasamtakanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð Íslandsmeistari með Val tímabiin 2017 og 2018.
Varð Íslandsmeistari með Val tímabiin 2017 og 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þú getur fyrirgefið lélegt tímabil ef það er ekki eitthvað í gangi, en það er ekkert í gangi'
'Þú getur fyrirgefið lélegt tímabil ef það er ekki eitthvað í gangi, en það er ekkert í gangi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn töpuðu gegn KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær og ræddi Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals og stuðningsmaður liðsins, um leikinn og frammistöðu liðsins í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

„Það er mjög langt síðan ég hef verið jafn reiður og ég var í gær þegar ég var að horfa á þennan leik. Það fauk í mig. Þetta er svo langt frá því að vera nægilega gott. Það er bara skandall að við séum ekki á toppi Bestu deildarinnar miðað við það að Víkingar hafa bara verið fínir, alls ekkert verið frábærir og Blikarnir hafa alls ekki verið sannfærandi. Samt sitjum við, með þennan hóp og öllu sem er verið að tjalda til, á eftir þessum liðum. Það er bara ekki nógu gott."

„Í síðustu sex leikjum er liðið búið að fá á sig 15 mörk, höfum ekki haldið hreinu síðan 24. apríl og einungis haldið hreinu í þremur leikjum af 17. Eins og ég skil þetta á Arnar Grétarsson að vera góður í því að búa til varnarlið; góður að búa til lið sem er þétt og allt þetta. Ekki er hann að bjóða upp á stemningu eða gleði, það er eitthvað minna af því. Ég hefði haldið að við myndum fá að sjá einhver 'clean sheet'. Það er bara eitthvað að og það virðist vera þannig að það hafi enginn trú á því sem er í gangi. Maður sá á líkamstjáningu leikmanna í þessum leik að þeir trúðu ekki að þetta væri að gerast. Pirringurinn sem kom fram í sumum leikmönnum segir manni að þetta sé ekki að virka."

„Að við höfum bara labbað inn í þetta tímabil svona, vitandi það að öllum líkindum að þetta myndi verða svona. Ég bara skil það ekki."

„Mér finnst svo augljóst að þetta lið var ekki að fara neitt. Það var ekkert í fyrra sem benti til þess að þetta lið væri að fara eitthvað. Ég sá ekki að það væri verið að búa til eitthvað einkenni eins og Óskar gerði með Blika og sést hjá Arnari Gunnlaugs og Víkingum. Þú getur fyrirgefið lélegt tímabil ef það er ekki eitthvað í gangi, en það er ekkert í gangi. Við komum inn í þetta tímabil og það er bara alveg það sama. Við eigum einn og einn góðan leik, það er það eina sem er verið að bjóða upp á. Einu leikirnir sem við spilum vel í eru gegn Breiðabliki og Víkingi,"
sagði Arnar Sveinn.

„Af hverju erum við að leka svona mikið af mörkum? Þessi mörk sem við erum að fá á okkur eru einföld mörk, auðvelt að koma í veg fyrir þau. Þetta er ekki Frederik í markinu að gefa mark."

Hjörvar spurði Arnar Svein hvað hann sem stuðningsmaður væri að fá ef hann væri ekki að fá skemmtun og ekki að fá úrslit.

„Ekkert og það er vandamálið. Mér finnst mjög leiðinlegt að vera svona neikvæður við félagið mitt, ég vil að því sé að ganga vel en þetta er bara ekki að ganga upp. Það er frábært að það sé verið að kasta ofboðslega miklu fjármagni í þetta lið og í allt utanumhald sem snýr að þessu liði, en það verður að fylgja annað hvort einhver uppbygging þar sem sést að það sé verið að búa til lið til frambúðar, eða þá að við séum að fá titil á hverju einast ári. Hvorugt er að gerast."

„Þegar ég hugsa til baka þá var KA liðið sem var í færunum, Valur var ekki í færum. Krafan sem ég set er að við séum að fá færi svipað og KA er að fá. Á tímapunkti veit ég ekki hvað við vorum að gera varnarlega. Þetta var barnalegt,"
sagði Arnar Sveinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner