Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Skortir kjark til að setja Ronaldo á bekkinn
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals.
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals.
Mynd: EPA
Martínez og Ronaldo.
Martínez og Ronaldo.
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Chris Sutton segir að Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals, sé ekki með kjark til að taka Cristiano Ronaldo úr liðinu.

Hinn 39 ára gamli Ronaldo hefur leitt sókn portúgalska liðsins í öllum leikjum mótsins og næst er komið að leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á föstudagskvöld.

Ronaldo hefur sett met yfir tilraunir án þess að skora á mótinu en Martínez leggur allt sitt traust á hann áram. Sutton segir í gríni að Ronaldo gæti alveg eins þjálfað liðið sjálfur því Martínez þori ekki að taka stórar ákvarðanir þó það væri liðinu til góðs.

„Roberto Martínez er ekki með hugrekki og það kemur mér í raun óvart að hann standi teinréttur í boðvangnum. Hann þorir ekki að taka Ronaldo úr liðinu. Það væri alveg hægt að láta Ronaldo sjálfan stýra liðinu miðað við völdin sem hann hefur," segir Sutton.

„Það er hlutverk stjórans að gera sér grein fyrir því hvenær leikmaður hefur ekki góð áhrif á liðið, sama hver á í hlut. Maður þarf að vera nægilega hugrakkur til að taka erfiðar ákvarðanir sama hvern þú gerir óánægðan."

Ronaldo hefur enn ekki skorað á mótinu í Þýskalandi en þetta er sjötta og síðasta Evrópumót hans á ferlinum. Hann er með flest mörk á EM í sögunni en hefur ekki fundið sig upp við mark andstæðingana á þessu móti.

„Á heildina litið hefur hann verið meiri hindrun fyrir liðið en aðstoð og það er vegna þess að Martínez er brúðan hans," segir Ronaldo. Goncalo Ramos kom þá inn og skoraði þrennu.
Athugasemdir
banner
banner
banner