Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Parker að taka við Burnley
Mynd: Getty Images

Scott Parker er að taka við sem stjóri Burnley en hann tekur við af Vincent Kompany sem tók við sem stjóri Bayern Munchen í sumar.


Parker er fyrrum stjóri Fulham, Bournemouth og Club Brugge. Hann hefur verið atvinnulaus í rúmt ár eftir að hafa verið látinn taka pokann sinn hjá Club Brugge.

Unnið er að því að klára samningamál en talið er að Parker verði kynntur sem stjóri liðsins í lok vikunnar.

Menn á borð við Ruud van Nistelrooy og Craig Bellamy voru orðaðir við starfið.


Athugasemdir
banner
banner