Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 23:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo: Hafði ekki klúðrað einu víti á þessu ári
Mynd: EPA

Portúgal er komið áfram í átta liða úrslit á EM eftir sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Cristiano Ronaldo fékk tækifæri til að vinna leikinn í framlengingu fyrir Portúgal þegar liðið fékk vítaspyrnu. Hann lét hins vegar Jan Oblak verja frá sér en það vakti athygli að Ronaldo brast í grát eftir vítaklúðrið.


Ronaldo greindi frá því eftir leikinn að ástæðan fyrir því að hann hafi grátið væri ástríðan fyrir leiknum en ekki að hann væri líklega að spila á sínu síðasta EM á ferlinum.

„Ég hefði getað gefið liðinu forskot en mér tókst það ekki, Oblak varði, ég hef ekki klúðrað einu sinni á þessu ári og þegar mest á reyndi varði Oblak," sagði Ronaldo.

„Ég fann fyrir sorg og gleði en aðal atriðið er að við komumst áfram, liðið átti það skilið."


Athugasemdir
banner
banner