Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Rangnick maskínan heldur áfram að malla
Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríki.
Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríki.
Mynd: EPA
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sabitzer hefur verið frábær á mótinu.
Sabitzer hefur verið frábær á mótinu.
Mynd: EPA
Sextán liða úrslitin á EM í Þýskalandi klárast í dag með tveimur áhugaverðum leikjum. Seinni leikur dagsins hefst klukkan 19:00 þegar Austurríki og Tyrkland mætast.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Austurríki 3 - 1 Tyrkland
Þetta er mjög svo áhugaverður leikur. Strákarnir hans Rangnick hafa heillað heimsbyggðina með skemmtilegum leikjum á mótinu og þessi verður engin undantekning. Austurríki fer áfram eftir framlengingu.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Austurríki 3 - 1 Tyrkland
Þarna verður fjör! Einhver Tyrkland gegn Tékklandi EURO 2008 orka mun svífa yfir vötnum.

3-1 fyrir Austurríki. Skemmtilegur og opinn fyrri, 2-1 eftir hann. Lokast örlítið í seinni, Tyrkir freista þess að jafna og Rangnick’s runners setja þriðja á counter

Skemmtikrafturinn Abdülkerim Bardakci verður mikið í sviðsljósinu. 100% gult en jafnvel víti, jafnvel rautt

Fótbolti.net - Mate Dalmay

Austurríki 2 - 0 Tyrkland
Í 19:00 leiknum heldur Rangnick maskínan áfram að malla. Sabitzer sem aldrei fékk tækifærið hjá mínum mönnum skorar bæði mörkin í 2-0 sigri.

Staðan:
Gunni Birgis - 7 stig
Fótbolti.net - 6 stig
Jói Ástvalds - 4 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner