Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Talið að Calafiori fari í enska boltann
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar telja langlíklegast að ítalski landsliðsvarnarmaðurinn Riccardo Calafiori fari í ensku úrvalsdeildina.

Calafiori átti frábært tímabil með Bologna og hjálpaði liðinu að komast í Meistaradeildina. Þessi 22 ára leikmaður vakti svo mikla athygli með Ítalíu á Evrópumótinu.

Sagt er að Arsenal og Chelsea séu líklegust til að næla í Calafiori. Juventus vill fá hann en Bologna vilji forðast að styrkja andstæðinga sína í ítölsku deildinni.

Giovanni Sartori yfirmaður íþróttamála hjá Bologna segir að félagið vilji halda Calafiori en ef hann verði seldur verði það líklegast utan Ítalíu.

Arsenal hefur mikinn áhuga á Calafiori en La Gazzetta dello Sport segir Chelsea líka að vera að reyna að fá hann.

Hann hefur að auki verið orðaður við Liverpool, Tottenham Hotspur og West Ham United.

Bologna keypti Calafiori frá Basel á síðasta ári fyrir aðeins 4 milljónir evra en svissneska félagið fær 40% af næstu sölu á leikmanninum. Með það í huga vill Bologna að minnsta kosti 50 milljónir evra fyrir varnarmanninn fjölhæfa.

Corriere dello Sport segir Arsenal þegar hafa látið vita að félagið sé reiðubúið að borga 47 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner