Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Fimm á EM sem ensku úrvalsdeildarfélögin girnast
Nico Williams hefur verið einn besti leikmaður EM.
Nico Williams hefur verið einn besti leikmaður EM.
Mynd: EPA
Calafiori var frábær í vörn ítalska landsliðsins.
Calafiori var frábær í vörn ítalska landsliðsins.
Mynd: EPA
Baumgartner er öflugur.
Baumgartner er öflugur.
Mynd: EPA
Georges Mikautadze var sjóðheitur.
Georges Mikautadze var sjóðheitur.
Mynd: EPA
Mamardashvili.
Mamardashvili.
Mynd: EPA
Þegar það eru stórmót í fótbolta eru allir að horfa. Þetta er besti sýningarglugginn fyrir leikmenn og þeir geta fengið stór félagaskipti. Enzo Fernandez í Katar 2022, Jack Grealish á EM 2020, Karel Poborsky á EM 1996, svo einhver dæmi séu nefnd.

BBC fékk stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni til að nefna leikmenn sem þeir vilja fá í sitt lið og inn í deildina. Hér má sjá hvaða leikmenn voru nefndir.

Nico Williams - Spánn (Athletic Bilbao)
Því var spáð að þessi 21 árs gamli sóknarleikmaður Athletic Bilbao myndi láta ljós sitt skína á EM og hann hefur svo sannarlega gert það. Hann hefur sýnt töfrandi takta og markið gegn Georgíu sýndi glögglega þau gæði sem hann býr yfir. Hann gæti orðið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu eftir mótið.

Sean, stuðningsmaður Liverpool, segir Williams búa yfir öllum kostum sem Arne Slot vilji hafa í sínu liði. Hann sé með hraða, útsjónarsemi og sjálfstraust: „Mohamed Salah gæti verið farinn frá liðinu á næst ári og við þurfum að búa okkur undir það."

Robert, stuðningsmaður Manchester United, segir að það yrði mikil bæting á kantmanna úrvali liðsins að fá Williams: „Hann hægra megin og Alejandro Garnacho vinstra megin er ógnvekjandi tilhugsun."

Riccardo Calafiori - Ítalía (Bologna)
Ítalía hefur alltaf framleitt hágæða varnarmenn og sá umtalaðasti í dag er hinn 22 ára gamli Calafiori. Leikmaður sem minnir á Alessandro Nesta. Calafiori varð fljótt lykilmaður hjá Luciano Spalletti í ítalska landsliðinu og nú þegar er verið að orða hann viðaðalþjálfara EM 2024 og gerði sig fljótt ómissandi. Hann missti af 16-liða úrslitunum gegn Sviss þar sem Ítalía féll úr leik.

Leon, stuðningsmaður Arsenal, segir að Calafiori væri góð kaup sem varamaður fyrir Gabriel og gæti jafnvel barist við hann um sæti í byrjunarliðinu.

Josh, stuðningmaður Chelsea, segir að Calafiori væri frábær kostur fyrir sitt lið: „Hann er ungur en hefur þegar mikla reynslu og myndi styrkja varnarlínuna okkar."

Christoph Baumgartner - Austurríki (RB Leipzig)
Austurríki þótti spila skemmtilegan fótbolta á EM og þar blómstraði hinn 24 ára gamli sóknarmiðjumaður Baumgartner, leikmaður með auga fyrir mörkum. Hann skoraði gegn Póllandi og lagði upp sigurmark Marcel Sabitzer gegn Hollandi í síðasta leik riðilsins til að hjálpa Austurríki að vinna C-riðil og enda fyrir ofan Frakkland.

Tomos, stuðningsmaður Aston Villa, segir að hann myndi elska að sjá Baumgartner í sínu liði: „Hann lítur nútímalega út en er líka með stíl og færni sem minna á gamla tíma. Unai Emery, náðu í hann."

Stanis, stuðningsmaður Crystal Palace, telur að Baumgartner myndi smellpassa í leikstíl Oliver Glasner.

Georges Mikautadze - Georgía (Metz)
Skoraði þrjú mörk úr sex skotum á EM og hrifsaði fyrirsagnirnar í sigrinum gegn Portúgal. Mikautadze skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Þessi 23 ára leikmaður skoraði að auki þrettán mörk i tuttugu leikjum fyrir Metz á síðasta tímabili, þrátt fyrir fall liðsins.

Sonny, stuðningsmaður nýliða Ipswich Town, segir að Mikautadze yrðu algjör draumakaup: „Þrátt fyrir að hann myndi tæma veskið okkar þá væri hann þess virði."

Mark, stuðningsmaður Leicester City, dreymir um Mikautadze: „Hann yði annar demantur frá Frakklandi, eins og Riyad Mahrez."

Giorgi Mamardashvili - Georgía (Valencia)
Mamardashvili markvörður Georgu hefur verið framúrskarandi í Þýkalandi. Þessi 23 ára leikmaður átti ellefu markvörslur gegn Tékklandi og tryggði mikilvægt stig.

Jack, stuðningsmaður Newcastle, segir að ef félagið vilji fá nýjan aðalmarkvörð til langs tíma væri Mamardashvili góður kostur. Stuðningsmenn Nottingham Forest og Southampton nefndu hann einnig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner