Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 13:33
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand setti saman líklegt byrjunarlið Englands
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Ezri Konsa.
Ezri Konsa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rio Ferdinand spáir því að Gareth Southgate landsliðsþjálfari geri aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Sviss í 8-liða úrslitum EM sem fram fer á laugardag.

Og hann er tilneyddur til að gera þá breytingu því Marc Guehi tekur út leikbann.

„Marc Guehi er meiddur svo ég býst við því að Ezri Konsa komi inn. Ég held að hann muni halda sig við Kieran Trippier í vinstri bakverðinum," segir Ferdinand.

„Ég sjálfur myndi spila Luke Shaw. Ég myndi setja hann inn þó hann væri bara 75% klár. Hann kæmi inn með meira jafnvægi þegar við þyrftum á að halda. Ég myndi spila honum."

„Trippier er frábær hægri bakvörður og frábær leikmaður en hann á augljóslega erfitt með að leysa vinstri bakvörðinn. Ég held samt að Southgate haldi sig við Trippier þó ég vilji sjá Shaw."

Líklegt byrjunarlið Englands: Pickford; Walker, Stones, Konsa, Trippier; Rice, Mainoo, Bellingham; Saka, Kane, Foden.
Athugasemdir
banner
banner
banner