Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Hollendingar ævintýralega heppnir
Fáum við Xavi Simons veislu?
Fáum við Xavi Simons veislu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mate Dalmay spáir fyrir Fótbolta.net í dag.
Mate Dalmay spáir fyrir Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sextán liða úrslitin á EM í Þýskalandi klárast í dag með tveimur áhugaverðum leikjum. Fyrri leikur dagsins klukkan 16:00 er leikur Rúmeníu og Hollands.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Holland 3 - 0 Rúmenía
Rúmenarnir gert frábært mót að komast í 16-liða og Hollendingar ævintýralega heppnir að fá þá á þessu stigi keppninnar. Hér ættu Hollendingar að fara þægilega í gegn, Gakpo og Simons skipta mörkunum á milli sín.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Holland 2 - 0 Rúmenía
Þetta er skrefi of langt fyrir Rúmena. Hollendingar ekki verið mjög traustvekjandi en voru í sterkum riðli.

Við fáum Xavi Simons og Cody Gakpo veislu. Sláninn frá Eindhoven umbreytist þegar hann fer í appelsínugulu treyjuna. Florinel Coman, hálfbróðir Kingsley, lendir á vegg.

2-0 Holland. Gakpo og Depay með mörkin.

Fótbolti.net - Mate Dalmay

Holland 1 - 2 Rúmenía
Í fyrri leik dagsins verða óvænt úrslit þegar Rúmenar slá Hollendinga út 2-1 með marki frá son Hagi í lok leiksins.

Staðan:
Gunni Birgis - 7 stig
Fótbolti.net - 6 stig
Jói Ástvalds - 4 stig
Athugasemdir
banner
banner