Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ræður Christopher Vivell til starfa
Christopher Vivell.
Christopher Vivell.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að ræða Þjóðverjann Christopher Vivell í mikilvægt starf er kemur að leikmannamálum félagsins.

Hann mun starfa náið með Dan Ashworth, yfirmanni fótboltamála félagsins.

Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Vivell á að hjálpa Man Utd í yfirstandandi sumarglugga.

Vivell starfaði síðast hjá Chelsea en þar áður vann hann hjá Red Bull samsteypunni. Kom hann meðal annars að kaupum Erling Braut Haaland og Karim Adeyemi til RB Salzburg.

Vivell á eftir að fá atvinnuleyfi og svo verður ráðningin á honum staðfest.
Athugasemdir
banner
banner
banner