Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er að gera það sem margir aðrir ættu að taka til fyrirmyndar"
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er hægt að færa rök fyrir því að Helgi Guðjónsson sé Ole Gunnar Solskjær Bestu deildarinnnar, ofurvaramaður.

Helgi skoraði tvö mörk í sigri Víkinga gegn Stjörnunni á dögunum eftir að hafa komið inn af bekknum. Hann hefur í sumar gert sjö mörk í 17 leikjum og lagt nokkur upp ofan á það. Helgi kemur alltaf með eitthvað að borðinu.

„Helgi Guðjónsson er að gera það sem margir aðrir ættu að taka til fyrirmyndar. Þegar hann byrjar á bekknum þá er hann að fylgjast með leiknum og er að reyna að sjá hvar glufurnar eru," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Helgi er einn mikilvægasti leikmaður Víkinga þrátt fyrir að koma oftar en ekki inn af bekknum.

„Helgi vill sennilega ekki heyra þetta en hann er langbesti varamaður deildarinnar. Hann er líka samt góður þegar hann byrjar. Þetta er geggjaður leikmaður," sagði Baldvin Már Borgarsson í þættinum.

„Þetta hlutverk sem hann er í hjá Víkingi er rosalega mikilvægt. Hann er í miklum metum þarna þó hann sé ekki að byrja alla leiki. Mér finnst allt umtal um að hann þurfi að fara eitthvað annað vera algjörlega galið," sagði Elvar Geir.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Innkastið í beinni á X977
Athugasemdir
banner
banner
banner