Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 13:40
Elvar Geir Magnússon
Veruleikafirring að halda að England nái að finna lausnir
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, segir að sá sem haldi að enska landsliðið muni finna lausnir á slakri spilamennsku sinni áður en EM lýkur sé veruleikafirrtur.

Fyrir Evópumótið var enska landsliðið talið sigurstranglegast af veðbönkum en það hefur leikið illa, sérstaklega sóknarlega þar sem takturinn hefur verið lítill.

„Þú ert veruleikafirrtur ef þú heldur að Gareth og hans starfslið séu að fara að laga þessa hluti á næstu tveimur vikum. Þeir fengu samt klárlega meðbyr með þessum sigri síðast," segir Keane.

Hann segir að þó hann hafi ekki trú á því að spilamennska Englands muni batna á mótinu þá geti liðið farið lengra.

„Stundum snýst þetta um að þrauka og þeir ná að halda sér í baráttunni. Þetta snýst um að vera áfram í mótinu. Ég ætla ekki að afskrifa enska landsliðið."

England mætir Sviss í 8-liða úrslitum á laugardag klukkan 16.
Athugasemdir
banner