Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðskuldað á flottum stað - „Finnst Jón Þór geggjaður leiðtogi"
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn eru búnir að vera sterkir.
Skagamenn eru búnir að vera sterkir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var á dögunum valinn þjálfari umferða 1-11 í Bestu deildinni en Skagamenn hafa verið að gera afar vel eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni í fyrra.

ÍA vann frábæran 3-2 sigur á Val upp á Skaga síðasta föstudagskvöld og er liðið sem stendur í fjórða sæti, sem veitir líklega þáttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. ÍA hefur verið á ansi góðu skriði að undanförnu og er með 20 stig eftir tólf leiki.

„Jón Þór er algjörlega búinn að ná að rífa upp þessi gildi sem hann talaði mikið fyrir, áður en hann var ráðinn og eftir að hann var ráðinn. Hann þekkir þessa gömlu tíma á Skaganum og maður sér ótrúlega skýrt plan hjá Skagaliðinu," sagði Baldvin Már Borgarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Þeir spila algjörlega upp á sína styrkleika. Þetta eru ekki ellefu bestu fótboltamennirnir í deildinni í sinni stöðu. Við vitum það alveg. En þeir eru að gera þetta hrikalega vel og eru mjög verðskuldað í þessu fjórða sæti."

Benedikt Bóas Hinriksson hrósaði Arnóri Smárasyni, leiðtoga liðsins. „Hann er algjör umferðarstjóri þarna, þetta var svona Jan Mölby frammistaða. Hann fer ekki fram og ekkert sérstaklega aftur. En gæðin, skipulag og öskur á leikmenn... það hreyfa sig allir í takt við hann."

Það þekkja allir sín hlutverk í Skagaliðinu og hugarfarið er til fyrirmyndar. „Mér finnst Jón Þór vera geggjaður leiðtogi," sagði Baldvin.

„Hann er búinn að lenda í hraðahindrunum, brekkum og veggjum á sínum þjálfaraferli. Þá sérstaklega með kvennalandsliðið en hann er heldur betur að rísa upp," sagði Elvar Geir Magnússon.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Útvarpsþátturinn - Innkastið í beinni á X977
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner