Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 11:54
Elvar Geir Magnússon
Sekt líklegri en leikbann hjá Bellingham
Jude Bellingham leikmaður enska landsliðsins.
Jude Bellingham leikmaður enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Tom Mallows íþróttafréttamaður BBC segir að líklegra sé að Jude Bellingham fái sekt en að hann verði dæmdur í leikbann.

Bellingham var með óviðeigandi látbragð eftir að hann skoraði með bakfallsspyrnu gegn Slóvakíu. Sagt var að hann hefði beint því að slóvakíska bekknum. Hann þóttist grípa um hreðjarnar og UEFA er með málið í skoðun.

Ef hann verður fundinn sekur um að hafa brotið reglur gæti hann fengið leikbann eða sekt, eða bæði.

Miðjumaðurinn svaraði ásökununum á samfélagsmiðlum og sagði að þetta hefði verið einkahúmor sem hefði verið beint til náinna vina sinni í stúkunni. Hann bæri fulla virðingu til Slóvaka.

Cristiano Ronaldo fékk sekt en slapp við leikbann þegar hann var með svipað látbragð eftir að hafa skorað fyrir Juventus gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni 2019.

Mallows segir að það gæti tekið UEFA nokkra daga að fá niðurstöðu en líklegast sé að Bellingham verði sektaður en ekki dæmdur í leikbann.

England vann framlengda leikinn gegn Slóvökum 2-1 og mætir Sviss í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner