Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deschamps: Féllum ekki í þeirra gryfju
Mynd: EPA

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands var í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á EM eftir sigur á Belgíu.


Leikurinn var nokkuð lokaður en eina mark leiksins kom þegar um fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma þegar Jan Vertonghen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

„Þetta er fallegt, við spiluðum frábærlega, þetta var jafnt en við nutum þess að halda í boltann og fengum fleiri tækifæri. Við verðum að njóta, þetta er svakalegt afrek. Við erum í átta liða úrslitunum og þeir eru að fara heim," sagði Deschamps.

„Við gerðum allt sem í valdi okkar stóð að búa til færi og við bjuggum til fleiri færi en þeir. Við biðum átekta og féllum ekki í þeirra gryfju. Ég kann að meta það en auðvitað getur maður ekki unnið eingöngu á því að halda í boltann."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner