„Frábært að byrja á þremur stigum og líka bara frábært að byrja á góðri frammistöðu“ sagði Jóhannes Karl eftir sigur í sínum fyrsta leik sem stjóri Stjörnunar.
„Lögðum upp með að geta haldið aðeins betur í bolta en við höfum verið að gera og svo náttúrulega bara rosalega mikilvægt að geta haldið hreinu í fótboltaleik, það verður allt auðveldara þegar maður nær að halda hreinu“
Kalli er nýráðinn stjóri Stjörnunar. Hvernig leggst verkefnið í hann? „Bara mjög vel. Ég er náttúrulega að taka við bara frábæru búi hjá Kristjáni og er búinn að vera fylgjast með þessu liði náttúrulega í tvö ár, og hef borið mikla virðingu fyrir því hvernig Kristján spilar fótbolta og bara frábært að fá að stíga inn í það og reyna að vinna það aðeins áfram.“
„Held ég hafi náð tveimur æfingum fyrir þennan leik og næ líklega engri fyrir Stólaleikinn því það er bara recovery og daginn fyrir leik. Skoðum það í landsleikjahléinu hvort ég hafi eitthvað gáfulegt til málanna að leggja.”
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir