Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fylgist hollenska félagið Utrecht náið með leikmanni Stjörnunnar. Sá leikmaður er Helgi Fróði Ingason sem vakti athygli, sérstaklega í byrjun tímabils, fyrir laglega takta.
Utrecht var í síðasta mánuði orðað við Benoný Breka Andrésson framherja KR og er því greinilegt að félagið horfir til Íslands í leikmannaleit sinni.
Utrecht endaði í 7. sæti hollensku Eredivisie á síðasta tímabili.
Utrecht var í síðasta mánuði orðað við Benoný Breka Andrésson framherja KR og er því greinilegt að félagið horfir til Íslands í leikmannaleit sinni.
Utrecht endaði í 7. sæti hollensku Eredivisie á síðasta tímabili.
Bæði Helgi Fróði og Benoný eru fæddir árið 2005.
Helgi Fróði verður ekki 19 ára fyrr en í desember. Hann er miðjumaður sem á að baki sex leiki fyrir U19 landsliðið og tvo fyrir U20.
Hann kom við sögu í þremur leikjum haustið 2022, tíu leikjum í fyrra og hefur komið við sögu í 14 af 16 leikjum Stjörnunnar á þessu tímabili, skorað eitt mark og lagt upp þrjú.
Hann verður líklega næst í eldlínunni þegar Stjarnan heimsækir Víkinga í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á morgun.
Athugasemdir