Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
banner
   þri 02. júlí 2024 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Andrea Rut hetja Breiðabliks - Stjarnan lagði Keflavík
Andrea Rut Bjarnadóttir
Andrea Rut Bjarnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er komið með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í bili að minnsta kosti eftir nauman sigur á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld.


Það var útlit fyrir að Blikar myndu fara illa með Stólana þegar fyrsta markið leit dagsins ljós eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Það var hins vegar ekki raunin, Jordyn Rhodes hefði getað jafnað metin þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en hún skaut beint á Telmu Ívarsdóttir úr dauðafæri.

Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við sem þjálfari Stjörnunnar á dögunum og hann hóf leik með því að sigra Keflavík. Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð áður en kom að leiknum í kvöld.

Þetta var hins vegar fjórða tap Keflavíkur í röð.

Stjarnan 1 - 0 Keflavík
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('59 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 0 - 1 Breiðablik
0-1 Andrea Rut Bjarnadóttir ('4 )
Lestu um leikinn


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 11 10 0 1 28 - 4 +24 30
2.    Valur 11 10 0 1 32 - 11 +21 30
3.    Þór/KA 11 7 0 4 26 - 13 +13 21
4.    FH 11 6 1 4 17 - 17 0 19
5.    Víkingur R. 11 4 4 3 16 - 19 -3 16
6.    Stjarnan 11 4 0 7 15 - 27 -12 12
7.    Þróttur R. 11 3 1 7 9 - 14 -5 10
8.    Tindastóll 11 3 1 7 12 - 22 -10 10
9.    Fylkir 11 1 3 7 10 - 23 -13 6
10.    Keflavík 11 2 0 9 7 - 22 -15 6
Athugasemdir
banner
banner