Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stígur á förum frá Benfica - Lyngby líklegur áfangastaður
Mynd: Benfica
Mynd: Benfica
Stígur Diljan Þórðarson er líklega á förum frá portúgalska risaliðinu Benfica en hann var að klára sitt annað tímabil í Portúgal. Stígur er sóknarmaður sem uppalinn er hjá Víkingi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegasti áfangastaður Stígs Íslendingaliðið Lyngby. Félagið hefur boðið honum samning og fer hann þangað seinna í vikunni að kanna aðstæður. Samingur hans við Benfica á að renna út næsta sumar.

Lyngby er ekki eina danska félagið sem hefur sínt Stíg áhuga því Álaborg reyndi að fá hann í vetrarglugganum eins og fjallað var um hér á Fótbolta.net.

Sagt er að það sé einnig áhugi á Stíg frá Belgíu og Ítalíu. Stígur er 18 ára og á að baki 13 leiki fyrir unglingalandsliðin og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

Þrír Íslendingar eru sem stendur samningsbundnir Lyngby. Það eru þeir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Þorri Stefán Þorbjörnsson.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner