Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: KA í bikarúrslit annað árið í röð eftir magnaðan sigur
Daníel Hafsteinsson innsiglaði sigur KA
Daníel Hafsteinsson innsiglaði sigur KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA 3 - 2 Valur
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('4 )
1-1 Patrick Pedersen ('39 )
2-1 Jakob Snær Árnason ('44 )
3-1 Daníel Hafsteinsson ('62 )
3-2 Birkir Már Sævarsson ('65 )
Lestu um leikinn


KA er komið í úrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð eftir sigur á Val í undanúrslitum á Greifavellinum á Akureyri í kvöld.

Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir snemma leiks. Daníel Hafsteinsson náði boltanum af Guðmundi Andra á hættulegum stað og átti skot sem Frederik Schram varði fyrir fætur Hallgríms sem skoraði.

Patrick Pedersen jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks þegar fyrirgjöf Gylfa Þórs fór á Patrick á nærstönginni og hann skoraði.

KA náði forystunni aftur fyrir lok fyrri hálfleiks en Jakob Snær Árnason virtist ná að pota boltanum inn eftir skalla frá Ívari Erni Árnasyni í átt að markinu.

Daníel bætti þriðja marki KA við með laglegu skoti fyrir utan vítateig og útliðið ansi bjart fyrir Norðanmenn.

Þessu var þó ekki enn lokið þar sem Birkir Már Sævarsson minnkaði muninn stuttu síðar. Hann hefði getað jafnað strax í kjölfarið en skot hans fór yfir markið. Hallgrímur Mar hefði getað innsiglað sigur KA en hann skaut framhjá úr dauðafæri. Það kom ekki að sök þar sem KA fór með sigur af hólmi.

Hægt er að sjá öll mörkin í textalýsingunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner