Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kroos: Vona að ferli mínum ljúki ekki á föstudaginn
Kroos hefur átt stórkostlegan feril.
Kroos hefur átt stórkostlegan feril.
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos leggur fótboltaskóna á hilluna eftir Evrópumótið og það gæti gerst strax á föstudaginn. Þýskaland á erfiðan leik fyrir höndum gegn Spáni í 8-liða úrslitum.

„Ég tel að við höfum það sem þarf til að slá Spánverja úr leik," segir Kroos sem var spurður að því hvernig tilhugsun það væri að ferli hans gæti lokið á föstudag?

„Auðvitað er ég meðvitaður um að það geti gerst en það truflar mig ekki. Það drífur mig áfram að koma í veg fyrir að þetta verði minn síðasti leikur."

„Þetta var mín ákvörðun og ég vil komast í úrslitaleikinn. Ég verð ánægður án fótboltans en ég vonast þó eftir að ferillinn klárist ekki á föstudag."

Þessi 34 ára miðjumaður hefur unnið allt sem hægt er í boltanum, fyrir utan Evrópumeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner