Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tólf leikmenn farnir frá Kortrijk
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Kortrijk
Kortrijk hefur gefið það út á heimasíðu sinni að tólf leikmenn séu að yfirgefa félagið.

Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk en hann sagði frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net að það væru tíu leikmenn á förum frá félaginu.

Núna segir á heimasíðu Kortrijk að það séu tólf leikmenn farnir frá félaginu en tveir af þeim eru á láni annars staðar.

Þá eru átta leikmenn sem voru á láni hjá félaginu að fara og tveir sem eru núna samningslausir.

Kortrijk er að byrja að vinna að því að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð en Freyr sagði frá því á dögunum að íslenskir leikmenn væru á lista hjá sér.

„Ég þarf fimm byrjunarliðsmenn og fimm í viðbót sem geta byrjað. Þetta eru tíu leikmenn. Ég er með gott fjármagn ef ég þyrfti ekki að fá tíu leikmenn. Við þurfum að vera klókir í að nota peninginn rétt," sagði Freyr.

Kortrijk leikur áfram í belgísku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir að hafa bjargað sér með ótrúlegum hætti.
Útvarpsþátturinn - Freysi og kraftaverkið í Kortrijk
Athugasemdir
banner
banner