Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangnick: Erfitt að skora þegar Gordon Banks er í markinu
Mynd: EPA

Ralf Rangnick þjálfari austurríska landsliðsins var að vonum svekktur eftir að liðið féll úr leik á EM eftir tap gegn Tyrklandi í gær.


Merih Demiral skoraði bæði mörk Tyrklands í 2-1 sigri eftir hornspyrnu en Christoph Baumgartner skoraði mark Austurríkis einnig eftir hornspyrnu.

Mert Gunok markvörður Tyrklands átti stórkostlega vörslu í uppbótatíma sem gulltryggði Tyrkjum sigurinn. Rangnick hrósaði honum í hástert eftir leikinn.

„Við vorum ekki með heppnina með okkur. Ég trúi því að við hefðum unnið ef leikurinn hefði farið í framlengingu. Við fengum tækifæri til að jafna en það er erfitt þegar þeir eru með Gordon Banks í markinu," sagði Rangnick.

Gordon Banks er fyrrum landsliðsmarkvörður Englands en hann var í markinu þegar England vann HM 1966. Hann var sex sinnum valinn besti markvörður í heimi á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner