Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elfsborg reyndi að kaupa Andra af Bologna
Andri Fannar er lykilmaður í U21 landsliðinu og hefur þegar spilað 10 leiki fyrir A-landsliðið.
Andri Fannar er lykilmaður í U21 landsliðinu og hefur þegar spilað 10 leiki fyrir A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert og Andri eru samherjar hjá Elfsborg.
Eggert og Andri eru samherjar hjá Elfsborg.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í gær varð ljóst að Andri Fannar Baldursson mun klára tímabilið hjá Elfsborg. Lánssamningur Andra hjá Elfsborg var útrunninn en sænska félagið náði samkomulagi við ítalska félagið Bologna um hálfs árs framlengingu á láninu.

Andri, sem er 22 ára miðjumaður, hefur verið lykilmaður í liði Elfsborg frá komu sinni fyrir tæpu ári síðan og er hann ánægður með lendinguna.

„Allt félagið er eins og fjölskylda. Við erum með gott lið og mér líkar við alla sem starfa í og í kringum félagið. Á sama tíma sé ég hluti sem við getum bætt og það er eitthvað sem ég vil vera hluti að," sagði Andri í tilkynningu Elfsborg í gær.

Hann fundaði með nokkrum félögum síðustu vikur um mögulegt lán frá Bologna en lendingin varð áframhald í Svíþjóð. Félög, þar á meðal Elfsborg, sýndu áhuga á því að kaupa Andra frá Bologna, en ítalska félagið vildi ekki missa hann alfarið frá sér.

Framundan eru Evrópuleikir hjá Elfsborg og það er eitthvað sem Andri er spenntur fyrir. „Ég þekki allt hér og er vel metinn. Núna er bara að halda áfram að spila vel i bæði deild og Evrópu og svo tökum við stöðuna í janúar," bætti Andri við í stuttu spjalli við Fótbolta.net í gær. Núgildandi samningur hans við Bologna rennur út næsta sumar.

Stefan Andreasson, framkvæmdastjóri Elfsborg, er ánægður með að halda Andra hjá Elfsborg.

„Hann hefur sýnt gæði á vellinum og við erum mjög ánægðir hvernig hann hefur verið hjá okkur. Hann sýndi skýran vilja í að vera áfram, þrátt fyrir marga möguleika."

„Vegna þess þá reyndum við fyrir alvöru að fá Andra alfarið til okkar, en Bologna vill ekki missa Andra alveg, sem er mjög skiljanlegt. "


Oscar Hiljemark, nýr þjálfari Elfsborg, er sömuleiðis ánægður að Andri verði áfram. „Við erum hæstánægðir að Andri verður með okkur út tímabilið. Hann er hæfur fótboltamaður og góður einstaklingur sem mun koma með eitthvað að borðinu bæði innan og utan vallar svo við sem lið verðum betri og þróumst í þá átt sem við viljum."

Elfsborg situr í 9. sæti Allsvenskan með 16 stig eftir 13 leiki. Næsti leikur er gegn Brommapojkarna um næstu helgi. Svo tekur við einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar gegn kýpverska liðinu Paphos.
Athugasemdir
banner
banner
banner