Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   þri 02. júlí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Copa America: Heimamenn í Bandaríkjunum úr leik
Mynd: EPA

Bandaríkin eru úr leik í riðlakeppni Copa America eftir tap gegn Úrúgvæ í nótt.


Mótið fer fram í Bandaríkjunum og eftir útslitin í nótt er ljóst að gestgjafarnir ekki áfram í átta liða úrslitin.

Eina mark leiksins kom eftir rúmlega klukkutíma leik en það skoraði Mathias Olivera þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu sem Matt Turner markvörður Bandaríkjana varði út í teiginn.

Stuðningsmenn Bandaríkjanna voru með hjartað í buxunum aðeins nokkrum sekúndum áður en þá var staðan jöfn í leik Bólivíu og Panama sem hefði þýtt að Bandaríkin hefðu farið áfram en Olivera gerði út um allar þær vonir.

Panama fylgir Úrúgvæ áfram í 8-liða úrslitin eftir sigur á Bólivíu.

Bolivia 1 - 3 Panama
0-1 Jose Fajardo ('22 )
1-1 Bruno Miranda ('69 )
1-2 Eduardo Guerrero ('79 )
1-3 Cesar Yanis ('90 )

USA 0 - 1 Uruguay
0-1 Mathias Olivera ('66 )


Athugasemdir
banner
banner