Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Erfitt að halda sér vakandi yfir leikjum á EM
Frakkland er meðal liða sem hafa ekki þótt skemmtileg á mótinu.
Frakkland er meðal liða sem hafa ekki þótt skemmtileg á mótinu.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick landsliðsþjálfari Austurríkis segir skemmtanagildið ekki hátt á mörgum leikjum Evrópumótsins. Hann virðist skjóta á stórar fótboltaþjóðir eins og England, Frakkland og Portúgal sem ekki hafa boðið upp á mikla skemmtun.

„Ég hef horft á aðra leiki á mótinu og stundum er hreinlega erfitt að halda sér vakandi. En þannig var þetta ekki í okkar leikjum," sagði Rangnick eftir að Austurríki féll úr leik þegar liðið tapaði gegn Tyrklandi 2-1 í gær.

Nedum Onuoha fyrrum leikmaður Manchester City og QPR skrifar í pistli hjá BBC að skoða þurfi það álag sem sé á fremstu fótboltamönnum heims.

„Það er tilfinning margra sem eru að horfa á EM 2024 að stóru byssurnar hafi ekki hleypt af; að stjörnuleikmennirnir hafi ekki skinið og toppliðin hafa verið langt frá sínu besta," segir Onuoha.

„Núna eru mörg lið að hefja undirbúningstímabil sitt en hjá leikmönnunum á EM þá er síðasta tímabil ekki enn búið. Í sumum tilfellum eru leikmenn að spila 60 eða 70 leiki á tímabili. Það er komin þreyta í menn sem eru nú að spila á heitustu mánuðum ársins."
Athugasemdir
banner
banner
banner