
Marokkó vann F-riðilinn á HM og leikmenn liðsins fögnuðu ákaft eftir 2-1 sigur gegn Kanada í dag. Magnað afrek hjá Marokkómönnum að vinna riðil sem innihélt Króatíu og Belgíu, lið sem komust í undanúrslit HM 2018.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem Marokkó kemst í útsláttarkeppni HM. Skiljanlega var fögnuður manna innilegur eftir að flautað var til leiksloka.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1986 sem Marokkó kemst í útsláttarkeppni HM. Skiljanlega var fögnuður manna innilegur eftir að flautað var til leiksloka.
Sjá einnig:
Marokkó vann riðilinn og Króatía fer með í 16-liða úrslitin
Marokkó er komið í 16 liða úrslit á HM í fótbolta í fyrsta sinn í 36 ár. 2-1 sigur á Kanada tryggði Marokkó toppsæti F-riðils á undan Króötum sem urðu í 2. sæti. pic.twitter.com/D7GxkpFqVO
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2022
Athugasemdir