Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
   mið 03. júlí 2024 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Pétur Péturs: Einhver 100 lið búin að bjóða í hana
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að klára þetta. Mér fannst þetta vera jafnteflisleikur að mörgu leyti," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Þrótti í kvöld.

„Það var mjög sætt að klára þetta."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þróttur R.

Leikurin var lengi vel lokaður og ekkert svakalega mikil skemmtun á köflum. „Þegar tveir gamlir þjálfarar saman þá verður allt lokað," sagði Pétur léttur.

„Mér fannst þetta alveg geta verið jafnteflisleikur en sem betur fer náðum við markinu í restina. Það gat allt skeð í þessum leik."

Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum í kvöld en hún hefur verið frábær í sumar. Það er mikill áhugi á henni erlendis frá en Pétur var spurður að því í viðtalinu hvort hún væri á förum í sumarglugganum.

„Nei," sagði Pétur þegar hann var spurður að því hvort eitthvað væri til í því. „Ég held að það séu einhver 100 lið búin að bjóða í hana. Þetta snýst ekki um okkur, þetta snýr að henni. Við vissum það þegar hún kom til Vals að hún myndi fara út á einhverjum tímapunkti. Hvenær það er, hún ákveður það. Þá óskum við henni bara góðs gengis."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner