Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
banner
   mið 03. júlí 2024 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Andrea Marý SigurjónsdóttirE
Andrea Marý SigurjónsdóttirE
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér liður bara nokkuð vel, gott að vinna og gott að spila aftur. Þetta var barátta í 90 mínútur. Sjúklega stolt af liðinu að klára þetta," sagði  Andrea Marý leikmaður FH eftir sigur á Þór/KA í kvöld. Andrea snéri aftur á völlinn í dag eftir tveggja mánaða fjarveru.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

Hún hneig niður í leik FH gegn Breiðabliki fyrir sléttum tveimur mánuðum síðan.

„Mér leið ágætlega. Ég var farin að þreytast í hálfleik. Síðan var ég tekin útaf sem var skynsamlegt, svo er það bara að halda áfram," sagði Andrea.

Andrea var hrædd um að hún myndi aldrei spila fótbolta aftur.

„Ég hélt að ég væri ekki að fara spila hér í dag, engan vegin. Ég er í pínu sjokki en ógeðslega gaman, það skemmtilegasta sem maður gerir, að fá að gera þetta aftur og halda áfram er geðveikt," sagði Andrea.

„Ég fer í aðgerð fyrir rúmum mánuði síðan og það gengur ágætlega. Ég fer að æfa tveimur vikum eftir það. Það gekk brösuglega fyrst. Ætli það séu ekki svona tvær vikur síðan ég sá fyrir mér að ég gæti haldið þessu áfram."

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá Andreu.

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég var virkilega hrædd. Eins og Guðni talaði oft um í viðtölum þá hafði ég ekki stjórn á þessu þarna og það var mjög 'scary'. Það eru geggjaðir læknar sem eru búnir að hjálpa mér og þetta er allt á uppleið," sagði Andrea.

Hún er afar þakklát liðsfélögunum fyrir góðan stuðning.

„Ég er með systur minni í liði [Elísa Lana], hún náði að róa fólkið í kringum okkur og hjálpa mér. Þær vita allar af þessu, það voru allir þannig séð rólegir. Eftir á að hyggja var ég í smá sjokki en ég náði að fara daginn eftir eða tveimur dögum á eftir að hitta þær og það voru allir fegnir að sjá mann," sagði Andrea.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner