Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
   mið 03. júlí 2024 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Marý Sigurjónsdóttiir
Andrea Marý Sigurjónsdóttiir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðni Eiríksson þjálfari FH ræddi við Fótbolta.net eftir sigur liðsinis gegn Þór/KA í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Þær voru ótrúlega duglegar, börðust vel fyrir hvor aðra. Leikmenn lögðu sig virkilega fram. Þetta var flott frammistaða á erfiðum velli, það var erfitt að ná einhverju spili, það sást á báðum liðum að völlurinn er ekki upp á sitt besta," sagði Guðni.

„Mér fannst Þór/KA byrja sterkt. Þær lögðu línurnar þótt þær hafi ekki fengið svaka færi en samt var ákveðið 'power' í þeim sem við þurftum að jafna. Eftir 12 mínútur náum við því og þegar við náðum markinu fannst mér þetta aldrei spurning," sagði Guðni.

Ída Marín Hermannsdóttir var hetja liðsins en hún skoraði eina markið úr vítaspyrnu.

„Frábært víti hjá Ídu. Fast í hornið, hún er að sýna öðrum hvernig á að taka víti, það er nokkuð ljóst," sagði Guðni.

Thelma Lóa Hermannsdóttir, systir Ídu, hefði getað gert út um leikinn en klikkaði á tveimur dauðafærum undir lok leiksins.

„Hún var búin að hlaupa lungun úr sér, gersamlega búin, hún átti hreinlega ekkert eftir. Það sýnir samt karakterinn, áfram hélt hún og reyndi. Það sama má segja um fleiri leikmenn, hlaupatölur FH liðsins í dag voru hrikalega flottar, langt yfir meðaltali," sagði Guðni.

Andrea Marý Sigurjónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir FH í tvo mánuði eftir að hafa hnigið niður í leik liðsins gegn Breiðabliki fyrir tveimur mánuðum síðan.

„Geggjað (að sjá hana aftur), gaman fyrir hana líka að sjá ljósið aftur, hún lifir fyrir þetta, það er frábært að hún fái mínútur í dag og hún skilaði sínu mjög vel," sagði Guðni.

Andrea virtist ósátt við að hafa verið tekin af velli en Guðni sagði að hann hafi verið að passa upp á hana.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner