Steven Lennon (FH)
„Við erum alveg pottþéttir á því að hann hefði slegið markametið ef tímabilið hefði verið klárað og allir leikir kláraðir," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.
Fótbolti.net velur Steven Lennon, sóknarleikmann FH, sem besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar 2020.
Sjá einnig:
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar
Lennon skoraði sautján mörk á tímabilinu en markametið stendur í nítján. Sérfræðingar Innkastsins eru allir á því að skoski sóknarmaðurinn hefði slegið það met hefðu umferðirnar verið kláraðar.
Fótbolti.net velur Steven Lennon, sóknarleikmann FH, sem besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar 2020.
Sjá einnig:
Innkastið - Uppgjör Pepsi Max-deildarinnar
Lennon skoraði sautján mörk á tímabilinu en markametið stendur í nítján. Sérfræðingar Innkastsins eru allir á því að skoski sóknarmaðurinn hefði slegið það met hefðu umferðirnar verið kláraðar.
„Hann og Patrick Pedersen eru tveir bestu erlendu leikmennirnir sem við höfum séð hérna síðan við byrjuðum að fjalla um þetta af einhverju viti," segir Tómas Þór Þórðarson sem bendir á mikilvægi Lennon fyrir FH.
„Lennon er með xG upp á 10,72 en skorar 17 mörk. FH-liðið væri hreinlega ekki í Evrópusæti ef Lennon væri ekki á þessari vegferð sem hann var á þetta tímabilið. Svo miklu máli skiptir hann."
Lennon, sem er 32 ára, hjálpaði FH að enda í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Sjá einnig:
Bestur 2019 - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur 2018 - Patrick Pedersen (Valur)
Bestur 2017 - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur 2016 - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir