Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. nóvember 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atletico hafnaði 100 milljón evra tilboði í Felix
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: EPA
Svo virðist sem portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Felix eigi sér ekki mikla framtíð hjá Atletico Madrid.

Nýverið var sagt frá því að sambandið hjá hinum 22 ára gamla Felix og argentínska þjálfaranum, Diego Simeone, væri ónýtt og það væri ekki hægt að laga það.

Felix hefur ekki verið í stóru hlutverki í byrjun tímabilsins. Hann og Simeone hafa ekki náð sérlega vel saman eftir að Felix var keyptur frá Benfica fyrir 126 milljónir evra sumarið 2019.

Það er áhugi á Felix annars staðar og samkvæmt heimildum Marca þá bauð þýska stórveldið Bayern München 100 milljónir evra í hann.

Atletico ákvað hins vegar að hafna því tilboði. Félagið vill eflaust fá meira en það borgaði fyrir hann, en það verður erfitt í ljósi þess hvernig hann hefur staðið sig hjá Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner