Í dag voru opinberaðar myndir af því hvernig nýr leikvangur Manchester United á að líta út en félagið vonast til þess að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Beðið er eftir grænu ljósi frá borgaryfirvöldum og stefnt á að reisa hann á fimm árum.
Leikvangurinn á að taka 100 þúsund áhorfendur og hann verður þá meðal stærstu leikvanga heims.
Leikvangurinn á að taka 100 þúsund áhorfendur og hann verður þá meðal stærstu leikvanga heims.
Til gamans og fróðleiks má hér sjá hvaða fimm leikvangar í heiminum, sem eru í notkun, eru stærstir í dag.
Nývangur í Barcelona - Camp Nou hefur verið heimavöllur Barcelona síðan 1957 og tók 99.354 áhorfendur. Nú er verið að endurbyggja leikvanginn og þegar framkvæmdum lýkur seinna á árinu mun hann taka 105 þúsund áhorfendur.
Soccer City Stadium í Jóhannesarborg - Einnig þekktur sem FNB Stadium eða Calabash. Þarna var spilað á HM í Suður-Afríku 2010. Tekur 94.367 áhorfendur og er einnig heimavöllur Kaizer Chiefs.
Azteca völlurinn í Mexíkó - Hátt yfir sjávarmáli er Azteca völlurinn sem opnaði 1966. Hann er einn af leikvöngunum sem notaðir verða á HM á næsta ári. Leikvangurinn tekur 87.523 áhorfendur og er heimavöllur Club America.
Estadio Mas Monumental í Búenos Aíres - Opnaði í argentínsku höfuðborginni 1938 og er heimavöllur River Plate. Tekur 84.567 áhorfendur.
Athugasemdir