Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum Manchester United, viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Erik ten Hag sem stjóra eftir síðasta tímabil. Í viðtali við Gary Neville biður Ratcliffe stuðningsmenn afsökunar á þeirri ákvörðun.
Ten Hag var rekinn þegar tíu umferðir voru búnar af ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það kostaði félagið háar fjárhæðir að reka hann og ráða Rúben Amorim í hans stað.
Þá segir Ratcliffe það hafa verið mistök að ráða Dan Ashworth sem yfirmann fótboltamála en hann staldraði stutt við þar.
Ten Hag var rekinn þegar tíu umferðir voru búnar af ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það kostaði félagið háar fjárhæðir að reka hann og ráða Rúben Amorim í hans stað.
Þá segir Ratcliffe það hafa verið mistök að ráða Dan Ashworth sem yfirmann fótboltamála en hann staldraði stutt við þar.
„Þessar ákvarðanir voru mistök. Ég viðurkenni það og biðst afsökunar. Varðandi Erik þá voru tilfinningar í spilinu og við tókum ákvörðun út frá þeim," segir Ratcliffe.
„Þegar ákvörðunin með Erik var tekin þá voru yfirmenn fótboltamála varla búnir að vera lengur en í fimm mínútur. Þetta varð allt saman skýrara nokkrum mánuðum seinna og við leiðréttum mistökin."
Ratcliffe telur að Amorim sé rétti maðurinn til að leiða Manchester United inn í framtíðina.
„Ég tel að Rúben sé framúrskarandi ungur stjóri. Hann er frábær stjóri og ég held að hann muni verða hér lengi. Ef þú horfir á meiðslalistann og að hann tekur við á miðju tímabili, hann hefur ekki haft neinn tíma til að þjálfa leikmennina inn í sinn leikstíl. Rúben er að gera góða hluti við erfiðar aðstæður," segir Ratcliffe.
Athugasemdir