Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea tilbúinn að taka á sig launalækkun
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: EPA
David de Gea, markvörður Manchester United, er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram hjá félaginu. Þetta kemur fram hjá The Athletic.

De Gea hefur leikið með Man Utd frá 2011 en það ár kom hann frá Atletico Madrid.

Hann hefur verið byrjunarliðs markvörður United síðan hann kom til félagsins og hefur hann verið valinn leikmaður ársins hjá félaginu alls fjórum sinnum.

De Gea, sem er 31 árs, er einn launahæsti leikmaður félagsins með 375 þúsund pund í vikulaun en hann er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að fá nýjan samning.

De Gea verður samningslaus eftir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur verið að leika vel að undanförnu þó það séu ekki allir sannfærðir um hann sé rétti maðurinn fyrir United.
Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner