Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 02. nóvember 2022 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Lewis bestur á Etihad
Leikmenn Man City fagna með Rico Lewis
Leikmenn Man City fagna með Rico Lewis
Mynd: EPA
Enski hægri bakvörðurinn Rico Lewis var besti maður leiksins er Manchester City vann Sevilla, 3-1, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hann er aðeins 17 ára gamall.

Lewis skoraði annað mark Man City í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með enska liðinu og var þá frábær varnarlega.

Hann fær 8 frá Manchester Evening News ásamt Phil Foden og Julian Alvarez. Hann var síðan valinn besti maður leiksins þegar flautað var af.

Man City: Ortega (7), Lewis (8), Dias (6), Laporte (7), Gomez (5), Gündogan (7), Palmer (6), Foden (8), Mahrez (6), Grealish (6), Alvarez (8).
Varamenn: Rodri (7), Bernardo (7), Wilson-Esbrand (7).

Mason Mount og Jorginho voru bestu menn Chelsea í 2-1 sigrinum á Dinamo Zagreb. Þeir fengu báðir 8 en Ben Chilwell var slakasti maður liðsins með 5.

Chelsea: Mendy (7), Azpilicueta (6), Chalobah (7), Koulibaly (7), Chilwell (5), Jorginho (8), Zakaria (7), Mount (8), Sterling (7), Aubameyang (6), Havertz (7).
Varamenn: Broja (6), Gallagher (7), Silva (6), Loftus-Cheek (6), Pulisic (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner