Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 02. nóvember 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður HK um Matta Villa: Tjái mig ekki um einstaka leikmenn
Matti Villa
Matti Villa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átta leikmenn sem léku með HK á tímabilinu eru með lausa samninga. Búið er að semja við Ívar Örn Jónsson en eftir standa Ásgeir Marteinsson, Bruno Soares, Leifur Andri Leifsson, Birkir Valur Jónsson, Atli Arnarson, Bjarni Páll Linnet Runólfsson, Ólafur Örn Eyjólfsson og Bjarni Gunnarsson. HK leikur í Bestu deildinni næsta sumar eftir að hafa endað í 2. sæti í Lengjudeildinni í sumar.

„Það eru samtöl í gangi, menn eru að skríða til baka eftir að hafa sér smá hvíld eftir að mótið kláraðist. Enginn af þeim hefur tilkynnt okkur að þeir ætli ekki að vera áfram," sagði Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, við Fótbolta.net í dag

En er vitað af því að önnur félög hafi áhuga á leikmönnum HK?

„Í einhverjum tilfellum. Eðlilega eru þreyfingar á markaði eftir að tímabilinu er lokið, það er bara partur af ferðalaginu."

Hefur verið tekin ákvörðun hver mun aðstoða Ómar Inga Guðmundsson með liðið á næsta tímabili? „Já, það verður sama teymi og var í sumar." Birkir Örn Arnarsson, Kári Jónasson og Sandor Matus voru Ómari til aðstoðar í sumar.

Í slúðurpakkanum í síðustu viku var Matthías Vilhjálmsson, sem er með lausan samning hjá FH, orðaður við HK. Hefur HK boðið Matthíasi samning?

„Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka leikmenn," sagði Frosti.
Athugasemdir
banner
banner