Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 02. nóvember 2022 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni
Hákon Arnar fagnar marki sínu gegn Dortmund
Hákon Arnar fagnar marki sínu gegn Dortmund
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FCK í Danmörku, varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu.

Hákon, sem er 19 ára gamall, jafnaði metin fyrir FCK gegn Borussia Dortmund í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld.

Markið var laglegt en hann átti gott samspil með Viktor Claesson áður en hann lagði boltann framhjá Gregor Kobel í markinu. Staðan er 1-1 þegar þetta er skrifað.

Hann er þar með fjórði Íslendingurinn til að skora fyrir karlalið í Meistaradeild Evrópu á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, Alfreð Finnbogasyni og Arnóri Sigurðssyni.

Arnór er áfram yngsti markaskorari Íslands í keppninni en fyrsta mark hans kom gegn Roma þann 7. nóvember fyrir fjórum árum er hann var 19 ára og 176 daga gamall. Hákon er 19 ára og 206 daga gamall í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner