Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Hákon valinn maður leiksins - „Þetta mark hlýtur að vera gott fyrir sjálfstraustið“
Hákon Arnar með verðlaunin eftir leik
Hákon Arnar með verðlaunin eftir leik
Mynd: FCK
Ísak Bergmann fékk þrjá bolta af sex mögulegum hjá Tipsbladet
Ísak Bergmann fékk þrjá bolta af sex mögulegum hjá Tipsbladet
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson var valinn maður leiksins er FCK gerði 1-1 jafntefli við Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Skagamaðurinn skoraði jöfnunarmark Dortmund undir lok fyrri hálfleiks með góðu skoti eftir sendingu frá Viktor Claesson.

Hann var gríðarlega öflugur í leiknum og setti mikla pressu á vörn Dortmund, en hann spilaði sem fremsti maður.

Hákon var verðlaunaður eftir leik og fékk bikar sem maður leiksins.

„Frábær framlag hjá Hákoni. Íslendingurinn sinnti fremstu stöðu á vellinum hjá FCK með því að vera bæði mikilvægur í spilinu og endalaust að pirra vörn Dortmund með pressu sinni. Kórónaði svo leik sinn með því að jafna í fyrri hálfleiknum,“ sagði í frétt Bold, en hann og Viktor Claesson voru bestu menn FCK í leiknum.

Tipsbladet var með svipaða umsögn um Hákon en hann fær 4 bolta af sex mögulegum hjá miðlinum.

„Það eru ansi margar vikur síðan hann kom boltanum í netið. Hann gerði það gegn Dortmund og það hefur eflaust verið frelsandi fyrir hann sjálfan, Jacob Neestrup og allt liðið. Hákon Arnar vinnur alltaf á við tvo, en það vantar oft upp aðeins upp á skerpuna. Þetta mark hlýtur að styrkja sjálfstraustið,“ var skrifað í Tipsbladet.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar og fær þokkalega dóma miðað við mínútufjölda.

„Fékk síðustu tuttugu mínúturnar er hann kom inn fyrir Roony Bardghji. Þessi ungir Íslendingur var ekki með of mikil læri en hann hljóp mikið í báðar áttir. Hann var nálægt því að skora þegar níu mínútur voru eftir en náði ekki til boltans. Undir lok leiks komst hann í gott færi en vantaði kraft í afgreiðsluna,“ var sagt í Bold, en han fær 5 frá miðlinum.

„Maður tók varla eftir honum eftir að hann kom inná. Hann skapaði hins vegar hættu í eitt skiptið þegar hann keyrði upp hægra megin,“ sagði Tipsbladet, sem gaf honum þrjá bolta af sex mögulegum.

Orri Steinn Óskarsson kom inná þegar tíu mínútur voru eftir en spilaði ekki nóg til að fá einkunn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner