Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Klikkuð tilfinning að skora í stærstu keppni heims - „Þegar liðið spilar vel þá spila ég vel“
Hákon Arnar Haraldsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mynd: Getty Images
Íslenski sóknarmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu með FCK og valdi hann sér heldur betur tímann til þess.

Hákon hafði ekki skorað fyrir FCK á tímabilinu, hvorki í dönsku deildinni, né Meistaradeildinni.

Það var svo í lokaumferð Meistaradeildarinnar sem hann gerði jöfnunarmark FCK gegn Borussia Dortmund á Parken og varð þá um leið fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni.

Hann hefur beðið lengi eftir fyrsta markinu og segir það sætt að það hafi komið í kvöld.

„Þetta var góð tilfinning, verð ég nú að segja, því þetta var fyrsta mark mitt í Meistaradeildinni, stærstu keppni heims. Það var alveg nógu klikkað.

„Ég hafði ekki skorað á tímabilinu, þannig þetta var alveg extra góð tilfinning. Þegar liðið spilar vel þá spila ég vel,“
sagði Hákon við TV3.
Athugasemdir
banner
banner