Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 02. nóvember 2022 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Giroud allt í öllu er Milan tryggði sig áfram - Hákon náði í stig gegn Dortmund
Olvier Giroud skoraði tvö og lagði upp tvö er Milan fór áfram
Olvier Giroud skoraði tvö og lagði upp tvö er Milan fór áfram
Mynd: EPA
Denis Zakaria skoraði sigurmark Chelsea
Denis Zakaria skoraði sigurmark Chelsea
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Rico Lewis skoraði fyrsta Meistaradeildarmark sitt
Hinn 17 ára gamli Rico Lewis skoraði fyrsta Meistaradeildarmark sitt
Mynd: EPA
Hákon Arnar í baráttunni gegn Dortmund í kvöld en hann gerði fyrsta Meistaradeildarmark sitt, líkt og Lewis
Hákon Arnar í baráttunni gegn Dortmund í kvöld en hann gerði fyrsta Meistaradeildarmark sitt, líkt og Lewis
Mynd: EPA
Ítalska meistaraliðið AC Milan var síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en liðið gerði það með því að vinna Salzburg 4-0 á San Síró. Hákon Arnar Haraldsson skoraði þá mark FCK í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í G-riðli.

Chelsea er sigurvegari E-riðils eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á Stamford Bridge.

Gestirnir skoruðu í fyrstu sókn sinni í leiknum en það var Bruno Petkovic sem skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Það tók Chelsea ekki langan tíma að jafna leikinn en það gerði Raheem Sterling eftir laglega hælsendingu frá Pierre-Emerick Aubameyang.

Svissneski miðjumaðurinn Denis Zakaria kom til Chelsea undir lok gluggans á láni frá Juventus, en hann spilaði ekki sinn fyrsta leik fyrr en í kvöld og sá nýtti tækifærið.

Hann skoraði sigurmark Chelsea á 30. mínútu með hnitmiðuðu skoti.

Aubameyang átti skot í slá af 20 metra færi í upphafi síðari hálfleiks en Chelsea tókst ekki að bæta við fleiri mörkum, enda engin þörf á því. Liðið er sigurvegari E-riðils með 13 stig, þremur stigum meira en Milan sem vann Salzburg 4-0 á San Síró og er því síðasta liðið sem tryggir sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar.

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud var stórkostlegur í leiknum en hann gerði fyrsta markið á 14. mínútu áður en hann lagði upp annað markið fyrir Rade Krunic.

Giroud bætti við öðru marki sínu á 57. mínútu og kórónaði svo frábæran leik sinn með að leggja upp fjórða markið fyrir Junior Messias undir lokin.

Man City vann án Haaland - Hákon skoraði fyrsta Meistaradeildarmark sitt

Manchester City var búið að vinna G-riðil fyrir lokaumferðina og gat því leyft sér að hvíla leikmenn. Liðið vann góðan 3-1 sigur á Sevilla á Etihad-leikvanginum.

Rafa Mir kom Sevilla yfir með skalla eftir hornspyrnu Isco á 31. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik.

Hinn 17 ára gamli Rico Lewis var í byrjunarliði Man City og þakkaði hann traustið í byrjun síðari hálfleiks með marki eftir sendingu frá Julian Alvarez.

Alvarez skoraði svo sjálfur annað mark Man City tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok áður en Riyad Mahrez gulltryggði sigur Man City.

Man City tekur 1. sætið með 14 stig en Dortmund hafnar í öðru sæti með 9 stig.

Dortmund gerði 1-1 jafntefli við FCK á Parken. Thorgan Hazard skoraði á 23. mínútu áður en Hákon Arnar Haraldsson jafnaði metin á 41. mínútu eftir gott samspil með Viktor Claesson.

Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Hákonar og er hann fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni.

Dortmund fékk færin til að vinna leikinn í þeim síðari en Donyell Malen klúðraði algeru dauðafæri áður en Youssoufa Moukoko skaut í stöng.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná þegar tuttugu mínútur voru eftir og þá kom Orri Steinn Óskarsson inná tíu mínútum síðar. Lokatölur 1-1 á Parken og hafnar FCK í 4. sæti með 3 stig.

Í H-riðli vann Paris Saint-Germain 2-1 sigur á Juventus. Kylian Mbappe skoraði glæsilegt mark á 13. mínútu eftir sendingu frá Lionel Messi áður en Leonardo Bonucci jafnaði fyrir Juventus.

Mbappe lagði síðan upp sigurmark PSG í síðari hálfleiknum fyrir Nuno Mendes. Lokatölur 2-1 fyrir PSG. Benfica vann þá Maccabi Haifa í sama riðli, 6-1. Benfica er sigurvegari riðilsins með 14 stig en PSG lendir í öðru sæti með jafnmörg stig.



Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Chelsea 2 - 1 Dinamo Zagreb
0-1 Bruno Petkovic ('7 )
1-1 Raheem Sterling ('18 )
2-1 Denis Zakaria ('30 )

Milan 4 - 0 Salzburg
1-0 Olivier Giroud ('14 )
2-0 Rade Krunic ('46 )
3-0 Olivier Giroud ('57 )
4-0 Junior Messias ('90 )

G-riðill:

Manchester City 3 - 1 Sevilla
0-1 Rafa Mir ('31 )
1-1 Rico Lewis ('52 )
2-1 Julian Alvarez ('73 )
3-1 Riyad Mahrez ('83 )

FC Kobenhavn 1 - 1 Borussia D.
0-1 Thorgan Hazard ('23 )
1-1 Hakon Arnar Haraldsson ('41 )

H-riðill:

Juventus 1 - 2 Paris Saint Germain
0-1 Kylian Mbappe ('13 )
1-1 Leonardo Bonucci ('39 )
1-2 Nuno Mendes ('69 )

Maccabi Haifa 1 - 6 Benfica
0-1 Goncalo Ramos ('20 )
1-1 Tjaronn Chery ('26 , víti)
1-2 Petar Musa ('59 )
1-3 Alex Grimaldo ('69 )
1-4 Rafa Silva ('73 )
1-5 Henrique Pereira Araujo ('88 )
1-6 Joao Mario ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner