Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. nóvember 2022 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikkel og Mikkel á förum frá Leikni - Óvíst hver tekur við
Lengjudeildin
Mikkel Dahl er29 ára framherji sem skoraði fjögur mörk í sumar. Hann var markahæstur í Færeyjum tímabilið 2021.
Mikkel Dahl er29 ára framherji sem skoraði fjögur mörk í sumar. Hann var markahæstur í Færeyjum tímabilið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikkel Jakobsen er 23 ára og skoraði tvö deildarmörk í sumar.
Mikkel Jakobsen er 23 ára og skoraði tvö deildarmörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík féll úr Bestu deildinni í haust og verður í Lengjudeildinni að ári. Sigurður Heiðar Höskuldsson verður ekki áfram þjálfari liðsins, það hefur legið fyrir í um mánuð og hann var í dag tilkynntur sem aðstoðarþjálfari Vals.


Ejub Purisevic er sá aðili sem hefur hvað mest verið orðaður við Leikni en óvíst er á þessum tímapunkti hver tekur við starfinu.

„Þjálfaramálin eru bara í vinnslu, það er ekki neitt að frétta því miður," sagði Oscar Clausen, formaður Leiknis, við Fótbolta.net.

Eru Leiknismenn með mörg nöfn á blaði? „Við höfum aldrei verið mörg nöfn á lista svo nei, við erum ekki með mörg nöfn."

„Ég hefði viljað klára þetta í gær, en það hefur ekki náðst ennþá," sagði Oscar aðspurður hvort Leiknir væri að horfa í sérstaka dagsetningu varðandi ráðningu á þjálfara.

Að leikmannamálum, er klárt að einhver leikmaður verði ekki áfram í liðinu?

„Zean Dalügge er farinn heim, hann var á láni og Danirnir (Mikkel Dahl og Mikkel Jakobsen) verða líklega ekki áfram. Emil Berger er samningsbundinn og verður áfram."

Í slúðurpakkanum var Berger orðaður við önnur félög. Hefur eitthvað lið boðið í hann eða sýnt honum áhuga? „Ekki að mér vitandi."

Oscar sagði þá að lokum að enginn leikmaður hefði tilkynnt sér að hann væri hættur í fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner