Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. nóvember 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Neuer hefur glímt við húðkrabbamein
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manuel Neuer, markvörður Bayern München, hefur opinberað að hann hafi glímt við húðkrabbamein í andliti og hafi af þeim sökum gengist þrisvar undir aðgerð.

Meinið hefur þó ekki nein áhrif á þátttöku hans með þýska landsliðinu á HM þó meiðsli á öxl kunna að hafa það.

Neuer sagði frá því að á Instagram í dag að hann hefði sett sólaráburð á markaðinn ásamt tenniskonunni Angelique Kerber.

„Við eigum bæði sögu þegar kemur að húðsjúkdómum. Við erum að æfa utandyra alla daga og viljum einnig nota frítímann okkar úti í náttúrunni og þá er mikilvægt að vera með öfluga sólarvörn," segir Neuer sem er með ör í andlitinu eftir aðgerðirnar.

Neuer byrjaði fyrstu þrjá deildarleiki tímabilsins með Bayern áður en hann meiddist á öxl og hefur verið fjarri góðu gamni síðan snemma í október.

Hann er í kapphlaupi við tímann til að vera klár fyrir HM. Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, segir að Neuer geti hugsanlega verið með í leik gegn Herthu Berlín á laugardag.

Þýskaland býr yfir góðri breidd í markvarðarstöðunni en Marc-Andre ter Stegen, leikmaður Barcelona, og Kevin Trapp, sem hefur spilað frábærlega með Eintracht Frankfurt, eru í harðri samkeppni við Neuer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner