Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 02. nóvember 2022 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid vildi ekki missa Casemiro
Casemiro
Casemiro
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid vildi ekki missa brasilíska miðjumanninn Casemiro frá félaginu í sumar en leikmaðurinn þurfti nýja áskorun og ákvað þess vegna að ganga í raðir Manchester United en þetta sagði Erik ten Hag, stjóri United, á blaðamannafundi í dag.

Casemiro vann allt sem hægt er að vinna hjá félagsliði á þessum tíu árum hjá Madrídingum.

Þar á meðal vann hann Meistaradeildina fimm sinnum en í sumar vildi hann nýja áskorun. United keypti hann fyrir 60 milljónir punda í ágúst en sú upphæð getur hækkað um tíu milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og segir að Real Madrid vildi alls ekki missa Casemiro frá félaginu.

„Þú sérð hann vaxa í hverjum leik hérna og liðið er sömuleiðis að vaxa, þannig við erum mjög ánægðir með bætinguna, en við verðum að halda þessu áfram. Við erum ekki ánægðir og verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Ten Hag.

„Hann sagði við mig að hann þurfti nýja áskroun því hann hafði unnið allt hjá Real Madrid. Hann var stór hluti af liðinu og félagið vildi ekki missa hann en hann fékk þá tilfinningu að hann þyrfti að fara í annað félag og í aðra deild til að sanna sig. Það sýnir hungrið í honum og ég er hrifinn af því. Frá fyrsta hefur hann sýnt þetta viðhorf á hverri einustu æfingu og í leikjunum og ég er mjög hrifinn af því. Hann mun reynast liðinu gríðarlega mikilvægur,“ sagði hann ennfremur.

Casemiro hefur byrjað síðustu fimm deildarleiki með United og ekki tapað einum. Liðið hefur unnið þrjá og gert tvö jafntefli með hann í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner