mið 02. nóvember 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Rico Lewis tók metið af Benzema
Rico Lewis er spennandi leikmaður
Rico Lewis er spennandi leikmaður
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Rico Lewis bætti met Karim Benzema frá 2005 er hann varð yngsti leikmaðurinn til að skora í fyrsta byrjunarliðsleiknum í Meistaradeildinni.

Lewis, sem er 17 ára gamall, var í liði Man City sem vann Sevilla 3-1 á Etihad-leikvanginum.

Hann skoraði annað mark Man City í leiknum eftir sendingu frá Julian Alvarez í byrjun síðari hálfleiks og setti met í leiðinni.

Lewis er nú yngsti leikmaðurinn til að skora í fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en Karim Benzema átti metið frá 2005 er hann skoraði fyrir Lyon gegn Rosenborg.

Englendingurinn var sex dögum yngri en Benzema eða 17 ára og 346 daga gamall á meðan Frakkinn var 17 ára og 352 daga gamall er hann gerði mark sitt.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner