Mikel Arteta stjóri Arsenal var boðberi góðra tíðinda á fréttamannafundi í dag. Bukayo Saka er í góðu lagi og var með á æfingu í dag.
Saka, sem fór meiddur af velli um síðustu helgi, er leikfær fyrir morgundaginn en þá leikur Arsenal gegn FC Zurich í Evrópudeildinni.
Enski landsliðsmaðurinn vildi sjálfur halda leik áfram um síðustu helgi en Arteta vildi ekki taka nokkra áhættu og tók hann af velli.
Saka, sem fór meiddur af velli um síðustu helgi, er leikfær fyrir morgundaginn en þá leikur Arsenal gegn FC Zurich í Evrópudeildinni.
Enski landsliðsmaðurinn vildi sjálfur halda leik áfram um síðustu helgi en Arteta vildi ekki taka nokkra áhættu og tók hann af velli.
Oleksandr Zinchenko var einnig með á æfingu í dag en hann hefur verið meiddur á kálfa síðan í byrjun október. Þetta var önnur æfingin sem hann tekur þátt í eftir meiðslin.
Þá styttist í Mohamed Elneny sem hefur getað tekið þátt í æfingum upp að vissu marki að undanförnu. Granit Xhaka tekur ekki þátt í leiknum á morgun vegna leikbanns.
Sigur á morgun innsiglar efsta sæti riðilsins fyrir Arsenal og þar með sæti í 16-liða úrslitum. Annað sætið gerir það að verkum að liðið þarf að fara í umspil en liðið er öruggt með annað af tveimur efstu sætunum.
The Lord is my Strength 😃 pic.twitter.com/AhTjtyEe71
— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) November 2, 2022
Athugasemdir