Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 02. nóvember 2022 16:41
Elvar Geir Magnússon
Saka í góðu lagi - Leikfær á morgun
Mikel Arteta stjóri Arsenal var boðberi góðra tíðinda á fréttamannafundi í dag. Bukayo Saka er í góðu lagi og var með á æfingu í dag.

Saka, sem fór meiddur af velli um síðustu helgi, er leikfær fyrir morgundaginn en þá leikur Arsenal gegn FC Zurich í Evrópudeildinni.

Enski landsliðsmaðurinn vildi sjálfur halda leik áfram um síðustu helgi en Arteta vildi ekki taka nokkra áhættu og tók hann af velli.

Oleksandr Zinchenko var einnig með á æfingu í dag en hann hefur verið meiddur á kálfa síðan í byrjun október. Þetta var önnur æfingin sem hann tekur þátt í eftir meiðslin.

Þá styttist í Mohamed Elneny sem hefur getað tekið þátt í æfingum upp að vissu marki að undanförnu. Granit Xhaka tekur ekki þátt í leiknum á morgun vegna leikbanns.

Sigur á morgun innsiglar efsta sæti riðilsins fyrir Arsenal og þar með sæti í 16-liða úrslitum. Annað sætið gerir það að verkum að liðið þarf að fara í umspil en liðið er öruggt með annað af tveimur efstu sætunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner