Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. nóvember 2022 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sér ekki fyrir sér að Ronaldo muni fyrirgefa Neville á næstunni
Cristiano Ronaldo og Gary Neville.
Cristiano Ronaldo og Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Micah Richards, Roy Keane og Jamie Carragher, fótboltasérfræðingar Sky Sports, hlógu mikið eftir sigur Manchester United gegn West Ham um helgina.

Cristiano Ronaldo var í liði Man Utd og heilsaði ekki Gary Neville fyrir leik. Hann heilsaði öðrum sérfræðingum stöðvarinnar en ekki Neville.

Neville og Ronaldo voru liðsfélagar hjá Man Utd áður en Ronaldo fór til Real Madrid og hefur Neville alltaf haft miklar mætur á honum, enda einn af bestu fótboltamönnum sögunnar.

Undanfarið hefur Neville hins vegar verið afar gagnrýninn á hegðun Ronaldo og talaði fyrir því að best væri fyrir Man Utd að losa sig við portúgölsku stórstjörnuna sem fyrst. Ronaldo tók ekkert sérlega vel í það og neitaði að heilsa Neville.

Rio Ferdinand, sem spilaði með Neville og Ronaldo hjá United, telur að þetta hafi verið planað hjá Portúgalanum og að Neville sé ekki á jólakortalistanum hjá Ronaldo.

„Cristiano virti Gary sem leikmann en hann tekur því ekki vel þegar einhver talar illa um hann," sagði Ferdinand.

„Ég þekki Cristiano og ég veit að hann mun ekki taka við símtali frá Gary á næstunni."

Það er greinilegt að Ronaldo fylgist vel með umræðunni í kringum sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner