mið 02. nóvember 2022 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Son á leið í aðgerð - Ekki ljóst hvað hann verður lengi frá
Heung-Min Son gæti misst af leik Tottenham gegn LIverpool
Heung-Min Son gæti misst af leik Tottenham gegn LIverpool
Mynd: EPA
Heung-Min Son, leikmaður Tottenham Hotspur, þarf að fara í aðgerð eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í leik liðsins við Marseille í Meistaradeildinni í gær, en þetta staðfestir félagið í kvöld.

Son fór meiddur af velli eftir 25 mínútur í leik Tottenham gegn Marseille eftir að hafa farið í einvígi við Chancel Mbemba, en Son fékk olnboga leikmannsins í vinstra augað.

Suður-Kóreumaðurinn vankaðist við atvikið og bólgnaði vinstra auga hans fljótlega eftir samstuðið.

Leikmanninum var skipt af velli en þegar hann kom inn í klefa átti hann í erfiðleikum með að opna augað og hefur nú verið ákveðið að senda hann í aðgerð vegna beinbrots við vinstra auga.

Ekki liggur fyrir hvað hann verður lengi frá en talað er um að HM í Katar sé í hættu. Tottenham kom inn á það í tilkynningu að Son mun fara í gegnum endurhæfingaferli eftir æfinguna en eins og áður segir er enginn tímarammi á hvenær hann snýr aftur.

Tottenham mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en það er gert ráð fyrir að hann missi af þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner